Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:34:03 (5817)

1997-05-05 16:34:03# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:34]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það geta ekki talist eðlileg vinnubrögð að halda áfram atkvæðagreiðslu hér. Við erum að greiða atkvæði um mál eftir atkvæðagreiðsluskjali og umræðu sem hefur átt sér stað inni í nefnd, ekki á einum fundi heldur mörgum, þar sem gengið er út frá allt öðrum forsendum en hæstv. ráðherra upplýsti hér áðan þannig að mér fyndust nú eðlileg vinnubrögð að stöðva þessa atkvæðagreiðslu, ræða málið, fara með það inn í nefnd aftur og að þingflokkarnir fengju að fjalla um málið að nýju ef þetta eru staðreyndir máls. Mér finnst fullkomlega óeðlilegt að halda áfram að greiða atkvæði um mál þegar komin er upp ný staða, algjörlega ný staða, öllum ókunnug nema kannski stjórnarliðum.

(Forseti (ÓE): Forseti bendir á að umræðunni er lokið og atkvæðagreiðslan stendur yfir.) (ÖS: Þetta er allt annað mál.)