Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 17:52:58 (5845)

1997-05-05 17:52:58# 121. lþ. 116.8 fundur 256. mál: #A varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[17:52]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Þetta ákvæði til bráðabirgða, breytt samkvæmt tillögu umhvn., gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn geti lagt fram tillögu og að hægt sé skipuleggja nýja byggð og nýbyggingar þó að endanlegt hættumat liggi ekki fyrir. Ég tel frekar óvarlegt að hafa slíkt ákvæði inni en get þó fallist á að þær aðstæður séu til staðar að rök séu fyrir því að einhverjar nýbyggingar séu reistar þó að hættumati hafi ekki verið lokið.

Ég styð þetta einvörðungu í trausti þess að þetta bráðabirgðaákvæði verði túlkað þröngt og bendi jafnframt á að orðalag er ekki mjög skýrt hvað það varðar að fá tillögur frá Skipulagi ríkisins, Veðurstofu og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Það hljóta að vera tillögur varðandi þær reglur sem hæstv. umhvrh. á að setja, en þetta er frekar óljóst orðað.