Helgidagafriður

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:00:22 (5848)

1997-05-05 18:00:22# 121. lþ. 116.9 fundur 31. mál: #A helgidagafriður# (heildarlög) frv., EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:00]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Sú brtt. sem hér er verið að greiða atkvæði um gengur út á það að sambærilegar reglur gildi um helgi föstudagsins langa og um páskadag og hvítasunnudag. Það fyrirkomulag sem hér er lagt til hefur verið haft í heiðri áratugum saman og gefist vel og þess vegna er engin þörf á breytingu.

Allshn. vekur athygli á því í nefndaráliti sínu að eðlilegt sé að rýmka til, sérstaklega um páska, og það er eðlilegt að taka undir það sjónarmið með þeirri brtt. sem hér er flutt, enda er vitað mál að um þetta mál eru skiptar skoðanir í allshn. og því segi ég já.