Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:45:35 (5862)

1997-05-05 18:45:35# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., RG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:45]

Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vona að þingheimi öllum sé ljóst það sem við höfum verið að leggja áherslu á í stjórnarandstöðunni í umræðunni um þetta mál að það er allt, allt önnur málsmeðferð á atvinnuleysistryggingum sjálfstætt starfandi en því sem hefur gilt í Atvinnuleysistryggingasjóði og það sem við höfum gagnrýnt harðlega í dag er í raun og veru mjög lítið breytt og mér finnst félmrh. kominn í hring reyndar því að hann leggur áherslu á að hann muni ekki leggja til að jafnræðið verði með sjóðunum. Við eigum auðvitað eftir að sjá hverjar tillögur stjórnarmeirihlutans verða í nefndinni á milli 2. og 3. umr. Hitt er annað mál að mér sýnist nokkuð augljóst að atkvæðagreiðslu verði haldið áfram eftir þau viðbrögð sem fram hafa komið, en það sem hér hefur verið sagt mun ekki breyta afstöðu minni til atkvæðagreiðslu varðandi þær greinar frv. sem á eftir að fjalla um.