Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 19:15:18 (5870)

1997-05-05 19:15:18# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:15]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér er genginn aftur óskapnaður frá því fyrr á þessu þingi þegar samþykkt var breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þar var sams konar ákvæði á ferð þar sem ákvæði um fimm ára hámarksbótatíma atvinnuleysistrygginga var gert afturvirkt. Hér er um að ræða ákvæði sem er án efa í andstöðu við þá meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að lög skuli ekki vera afturvirk og allra síst ef um er að ræða ákvæði sem eru til skerðingar á réttindum borgaranna. Hér er strítt gegn sjálfsagðri meginreglu réttarríkisins og því get ég ekki annað en greitt atkvæði gegn slíkri lagasetningu.