Viðbætur við I. viðauka við EES-samninginn

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 16:16:17 (5906)

1997-05-06 16:16:17# 121. lþ. 117.12 fundur 480. mál: #A viðbætur við I. viðauka við EES-samninginn# þál., Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:16]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1047 frá utanrmn. um till. til þál. um samþykkt á breytingum og viðbótum við I. viðauka við EES-samninginn. Nefndin hefur skilað svofelldu nál.:

,,Nefndin hefur fjallað um efni tillögunnar og fengið á sinn fund Sigríði Snævarr, Kristin F. Árnason og Martin Eyjólfsson frá utanríkisráðuneytinu. Er gert ráð fyrir því að samræmdar heilbrigðisreglur ESB í viðskiptum með dýr og dýraafurðir, sem tóku gildi 1. janúar 1997, gildi einnig á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland tekur einungis upp þær gerðir sem varða fisk og fiskafurðir en undanþága varðandi lifandi dýr og dýraafurðir helst óbreytt. Meginreglan verður sú að heilbrigðiseftirlit fer einungis fram á sendingarstað. Heilbrigðiseftirlit og gjaldtaka við innflutning frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins eru samræmd og fela í sér aukið eftirlit og hærri gjaldtöku. Tillaga þessi tengist 476. máli, frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.``

Svo hljóðar nál. utanrmn. og undir það rita allir nefndarmenn.

Ég tel að hér sé um að ræða ótvírætt hagsmunamál fyrir íslenska útflytjendur á sjávarafurðum og einboðið að samþykkja þessar tillögur.