Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:32:52 (6005)

1997-05-09 14:32:52# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:32]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Já, fallega mælir hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Í guðfræðináminu við háskólann eru ýmsir kúrsar og námskeið sem prestsefnin eða guðfræðinemarnir fara í gegnum í kennimannlegum hluta námsins, t.d. í barnastarfi --- að starfa með prestum á akrinum. Allan tímann sem þeir eru í náminu er guðfræðinemarnir meira og minna í þessu starfi með prestunum hér umhverfis.

Hitt get ég svo sagt frá eigin reynslu, hv. þm. sem öðrum, að ég hef sjálfur sem prófastur verið með kandídat í starfsþjálfun í tvo mánuði, hefðu það verið fjórir mánuðir þá hefði ég hreinlega verið í vandræðum með hann.