Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:55:35 (6016)

1997-05-09 14:55:35# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:55]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Rökin eru kannski fyrst og fremst þau að það er betra skipulag á starfsþjálfuninni heldur en áður var. Reynsla sem hefur fengist af starfsþjálfun kandídata er ágæt en ég undirstrika að hægt er að komast í gegnum það nám sem var á fjórum mánuðum áður á skemmri tíma án þess að slaka á kröfunum.