Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:56:41 (6018)

1997-05-09 14:56:41# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:56]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Við Háskóla Íslands er stundað akademískt nám í öllum greinum, einnig í guðfræði. Menn hafa ekki viljað blanda því sérstaklega saman að verið sé að mennta embættismannastétt sérstaklega, það er verið að mennta til kandídatsprófs en ekki embættismenn. Þess vegna hefur vantað upp á þjálfunina. Hún hefur verið samhliða. Síðan var farið í að bæta við fjórum mánuðum fyrst í starfsþjálfun eftir kandídatspróf. Nú er einfaldlega svo að menn telja nægjanlegt að hafa það tvo mánuði og menn séu þá tilbúnir að fara út á akurinn til starfs eftir þessa tveggja mánaða starfsþjálfun.