Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:31:06 (6032)

1997-05-09 15:31:06# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:31]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er hv. þm. að snúa út úr. Í umdæmi vígslubiskupsins í Skálholti býr fjöldi fólks sem þarf á þjónustu prests að halda eins og aðrir íbúar landsins. Þar við bætist að um þetta svæði fer mikill fjöldi fólks ýmist sem ferðamenn eða eru jafnvel langdvölum í sumarhúsum þarna á svæðinu og það getur ýmislegt komið upp sem kallar á þjónustu prests. Ég held því að menn verði að skoða það samhengi allt saman. Þar við bætist að sérstaklega yfir sumartímann er heilmikið um að vera í Skálholti. Þar eru messur á hverjum einasta sunnudegi yfir sumarið. Þar eru haldnir sumartónleikar og þar er mikil starfsemi. Það er margt sem hnígur að því að þörf sé á þessu prestsembætti. Það er verið að færa málið í hendur kirkjunnar og hún mun þá taka á því seinna meir eins og eðlilegt er. Það er eðlilegt að kirkjan ráði þessu.