Umferðarlög

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 17:22:10 (6057)

1997-05-09 17:22:10# 121. lþ. 120.15 fundur 61. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar fyrir hjólreiðar) frv., Frsm. SP (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[17:22]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1097 fyrir hönd allshn. um frv. til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og það hafa borist umsagnir frá Sýslumannafélagi Íslands, Slysavarnafélagi Íslands, Vegagerðinni, landlækni, Sambandi ísl. tryggingafélaga, Heimili og skóla, lögreglustjóranum í Reykjavík og Umferðarráði.

Á 116. löggjafarþingi var með 22. gr. laga nr. 44/1993 sett í 72. gr. a umferðarlaga heimild fyrir dómsmálaráðherra til að setja reglur um notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar. Ráðherra hefur til þessa ekki nýtt heimildina.

Hvetur allsherjarnefnd til þess að ráðherra nýti sér þá heimild sem nú er til staðar í lögum og setji, til reynslu í tvö ár, reglur um notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar. Að reynslutímanum loknum verði málinu vísað til Alþingis til frekari ákvörðunar.

Leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnar.

Árni R. Árnason og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en aðrir nefndarmenn undirrita þetta nefndarálit.