Umferðarlög

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 17:31:29 (6060)

1997-05-09 17:31:29# 121. lþ. 120.15 fundur 61. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar fyrir hjólreiðar) frv., KÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[17:31]

Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem fram kom í máli hv. þm. Ágústs Einarssonar varðandi störf á þessum degi og það hvað fram undan er og hversu óeðlilegt það er að ræða öll þessi fjölmörgu mál þegar meiri hluti stjórnarflokkanna er fjarverandi. Ég vil vekja athygli á því að þau mál sem heyra undir félmn. eru nokkuð nálægt á dagskránni og ég hef ekki séð hæstv. félmrh. hér í dag. Ég vil koma því á framfæri við forseta að 19. máli var frestað á miðvikudaginn, ef ég man rétt, vegna fjarveru ráðherrans og ég vil halda því til haga að nærveru hans er óskað varðandi það mál.

En ég ítreka þá spurningu til hæstv. forseta hvernig hann hyggst haga þingstörfum það sem eftir lifir dags og geri það reyndar að tillögu minni að við látum hér staðar numið þegar þeirri umræðu sem nú stendur yfir er lokið.