Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 10:34:17 (6076)

1997-05-12 10:34:17# 121. lþ. 121.91 fundur 323#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[10:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundarhaldið í dag vill forseti taka þetta fram: Atkvæðagreiðslur um sex fyrstu málin og e.t.v. fleiri verða um kl. fjögur í dag. 12.--14. dagskrármálin, þ.e. um banka og sjóði, og 18. málið koma til umræðu eftir kl. fjögur. 20. mál, Staða þjóðkirkjunnar, kemur til umræðu á eftir 11. máli. 7.--11. mál verða þau sem byrjað verður á.

Gert er ráð fyrir að fundi verði nú haldið fram til kl. eitt og forseti væntir þess að þingflokksfundir þurfi ekki að standa lengur en til kl. hálfþrjú en um það er eftir að semja við þingflokksformenn.