Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 13:06:03 (6106)

1997-05-12 13:06:03# 121. lþ. 121.20 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[13:06]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar og ég held að það liggi alveg í augum uppi að þetta nýja samkomulag, þó það breyti ekki grundvellinum frá 1907, afmarki skuldbindingar ríkissjóðs við þá tölu presta og starfsmanna sem kveðið er á um í samkomulaginu og þær forsendur fyrir breytingum á því þannig að þar hefur verið afmarkað hvað það er sem ríkið lætur af hendi fyrir kirkjujarðirnar og það tel ég vera hinn stóra kost þessarar breytingar.

Ég er líka þeirrar skoðunar að þessi skipan stríði ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tel að hún sé byggð á jafnræði milli ríkis og kirkju.