Afgreiðsla efh.- og viðskn. á lífeyrissjóðsfrv.

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 16:39:37 (6139)

1997-05-12 16:39:37# 121. lþ. 122.92 fundur 326#B afgreiðsla efh.- og viðskn. á lífeyrissjóðsfrv.# (aths. um störf þingsins), VE
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[16:39]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Þessi umræða kemur mér óskaplega á óvart og ekki síst þegar ég heyri þau ummæli hv. þm. sem talaði hér áðan að það væri í reynd verið að lögfesta málið með því að afgreiða það út úr nefnd. Ég er þá ekki nægilega vel að mér í þingsköpum ef það er nú orðið tilfellið að hægt sé að lögfesta mál með því að afgreiða það út úr þingnefnd. Ég hygg að ég muni hafa það til hliðsjónar við störfin í nefndinni framvegis að þetta sé hægt. Það væri fróðlegt að fá álit hæstv. forseta á þessu. En það kemur mér líka enn þá jafnmikið á óvart að hv. þm., sérstaklega hv. þm. Svavar Gestsson, sé svo ánægður með þetta mál að hann vilji fá að tala um það áfram og taka sérstaklega hér til umræðu mál sem á að fresta. Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta alveg sérstaklega einkennilegt. (Gripið fram í.) En ég tel hins vegar að aðilar vinnumarkaðarins og aðrir þeir sem hafa tekið þátt í umræðu um þessi mál hér að undanförnu eigi ákveðinn rétt á því að meiri hluti efh.- og viðskn. láti í ljós hvaða tillögur það eru sem þessi meiri hluti vill gera til breytinga á frv. Og það væri líka fróðlegt fyrir þá sem hafa verið að ræða um þessi mál að fá að vita hvaða skoðun minni hlutinn hefur á frv. en það hefur verið ansi djúpt á því að þaðan kæmi eitthvert uppbyggjandi innlegg í umræðuna.