Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 16:48:36 (6143)

1997-05-12 16:48:36# 121. lþ. 122.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[16:48]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að fulltrúum á kirkjuþingi, sem er valdamesta stofnun kirkjunnar að þessu frv. samþykktu, verði fjölgað, að talan verði þrefölduð og fari úr 21 í 63. Hugmyndin þar á bak við er einfaldlega sú að tryggt sé að allir aldurshópar og bæði kynin geti tryggilega átt sinn fulltrúa þar þannig að þingið hafi sem breiðasta skírskotun og almennar frjóar umræður geti átt sér þar stað. Ég hygg að það sé eðlilegt, ekki síst í ljósi þess anda sem frv. felur í sér, þ.e. að styrkja stöðu kirkjuþingsins og kirkjunnar inn á við. Hér er um að ræða lýðræðislega stofnun en ekki fámennisvald. Því segi ég já.