Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:23:55 (6151)

1997-05-12 17:23:55# 121. lþ. 122.5 fundur 28. mál: #A fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala# (heildarlög) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:23]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Margt bendir til þess að ef hámarksþóknun fasteignasala verði afnumin eins og þetta ákvæði þessarar greinar gerir ráð fyrir verði rík tilhneiging til að hækka verulega þóknun í fasteignaviðskiptum. Með vísan til þess og hvernig staðið hefur verið að athugun á samkeppnisaðstæðum á fasteignamarkaði sem byggði fyrst og fremst á mati fasteignasalanna sem hafa lagt ofurkapp á að ákvæði um hámarksþóknun verði afnumin þá segi ég nei við þessu ákvæði um að gefa frjálsa söluþóknun fasteignasala.