Umferðarlög

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:28:13 (6154)

1997-05-12 17:28:13# 121. lþ. 122.6 fundur 487. mál: #A umferðarlög# (ölvunarakstur, vátryggingarfjárhæðir o.fl.) frv., SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:28]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil fá að rifja upp nál. frá meiri hluta allshn. þar sem það kom skýrt fram hjá viðmælendum nefndarinnar að brýnt væri að endurskoða þennan kafla umferðarlaganna um fébætur og vátryggingu í heild sinni, þ.e. XIII. kafla. Þess vegna leggur meiri hlutinn til að þessum breytingum á vátryggingarfjárhæðum verði frestað til heildarendurskoðunar enda hefur ekki komið fyrir að vátryggingarfjárhæð hafi ekki dugað fyrir bótum. Meiri hlutinn beinir því sérstaklega til hæstv. dómsmrh. að skipuð verði nefnd til að fjalla um breytingar á kaflanum í heild og skili nefndin tillögum eigi síðar en í haust.