Umferðarlög

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:29:05 (6155)

1997-05-12 17:29:05# 121. lþ. 122.6 fundur 487. mál: #A umferðarlög# (ölvunarakstur, vátryggingarfjárhæðir o.fl.) frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:29]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Frestun á þessum breytingum gæti reynst varasöm fyrir þá sem lentu í slysum því hér er meiri hluti allshn. að leggja til að úr frv. um umferðarlög verði felldar brott greinar þar sem kveðið er á um að vátryggingarfjárhæðir verði hækkaðar til samræmis við ákvæði skaðabótalaga. Vátryggingaeftirlitið hefur ítrekað hvatt til þessa og minni hlutinn varar við því að verða ekki við þessum eðlilegu ábendingum Vátryggingaeftirlitsins. Ég ítreka að frestun gæti reynst dýrkeypt fyrir þá sem lenda í slysum þannig að hér er mjög alvarlegur hlutur á ferðinni.