Áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 21:36:20 (6174)

1997-05-12 21:36:20# 121. lþ. 122.27 fundur 315. mál: #A áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010# þál., Flm. ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[21:36]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir góðar undirtektir við þáltill. þessa. Það kemur mér reyndar ekki á óvart að jafnglöggur og framsýnn maður og hv. þm. er skuli kveikja á þessu máli. Það gleður mig mjög mikið. Það er ekki rétt hjá þingmanninum sem er nú reyndar oft mjög frjór í hugsun og fljótur til að hér sé um dulbúna gagnrýni að ræða, langt í frá. Svo er alls ekki, heldur fyrst og fremst um ákveðna framtíðarsýn. (Gripið fram í.) Mér finnst skipta mjög miklu máli að við gerum okkur grein fyrir þessu og þar sem hv. þm. er nú formaður heilbr.- og trn þá er ég viss um að hann mun leggja þessu máli gott til og ég vænti stuðnings hans við það sem og önnur framfaramál á þessu sviði.