Opinber fjölskyldustefna

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 23:40:27 (6193)

1997-05-12 23:40:27# 121. lþ. 122.25 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[23:40]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þess umræða hefur verið um margt mjög fróðleg en það er dálítið merkilegt þegar sífellt er kvartað undan því að fólk sitji ekki í þingsalnum vitandi það að þingmenn hafa sjónvarpstæki á skrifstofum sínum og þar getum við mætavel fylgst með umræðum.

Við gerum okkur grein fyrir því að fjölskyldan er auðvitað hornsteinn þjóðfélagsins. Mér finnst stundum vera svolítill tvískinnungur þegar við erum að ræða um opinbera fjölskyldustefnu. Hvernig er t.d. opinber fjölskyldustefna þingmanna? Ég veit ekki betur en í fyrra hafi hæstv. heilbrrh., sem hér var nefndur til sögunnar, farið í tíu daga frí með fjölskyldu sinni, tíu daga, og ég veit ekki betur en hv. þm. sem hér talaði rétt áðan hafi gert nánast allt vitlaust í þjóðfélaginu vegna þess að sá ágæti ráðherra fór í tíu daga frí. Venjulegt fólk hér á landi hefur 25--30 daga frí, það vitum við. Mér finnst að við megum gjarnan þegar við fjöllum um opinbera fjölskyldustefnu líta okkur nær.