1997-05-13 00:31:41# 121. lþ. 122.19 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[24:31]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. hafi einmitt hitt naglann á höfuðið þegar hún var að vekja athygli á því að samkeppnin milli stofnananna leiði til þess að menn hugsa kannski ekki eingöngu um að skera niður og gera það sama og þeir hafa alltaf verið að gera með færra fólki, heldur reyna líka að leita að nýjum leiðum til þess að þróa starfsemi sína og skaffa vinnu fyrir það fólk sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þetta eru einmitt einkenni samkeppninnar og ég held að það sem skiptir mestu máli sé að skapa betri forsendur fyrir þessari samkeppni milli fyrirtækjanna en ekki vera að hagræða með einhverjum reglustikuaðferðum úr ræðustól á Alþingi.