Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:41:31 (6231)

1997-05-13 10:41:31# 121. lþ. 123.1 fundur 90. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (EES-reglur, vinnuvernd barna og ungmenna) frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:41]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Eins og rakið var hér fyrr í umræðu um málið þá er verið að lögleiða hluta af vinnutímatilskipun ESB. Ég vil einungis ítreka það að þessi lögleiðing á lengingu lágmarshvíldartíma felur ekki í sér fullkomna lausn varðandi vinnutímatilskipunina og því liggja fyrir frekari breytingar á lögum í tengslum við hana í haust. Og jafnvel þó að ég hafi gert við það athugasemd að þetta atriði væri sérstaklega tekið út úr í stað þess að bíða eftir heildarafgreiðslu málsins þá tel ég rétt að styðja málið, en ítreka að hér einungis um hluta af lausninni að ræða.