Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:05:02 (6242)

1997-05-13 11:05:02# 121. lþ. 123.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:05]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Við 2. umr. um þetta mál greiddi ég atkvæði með sjálfu prinsippinu, að breyta ríkisbönkunum í hlutafélagabanka. En hér er því miður þannig að verki staðið í útfærslunni að ég treysti mér ekki til að styðja þetta mál. Dreifð eignaraðild er ekki tryggð. Vald ráðherra er allt of mikið. Stjórn bankans er óljós í frv. Aðild starfsfólks að undirbúningi að breytingum er ekki tryggð og þannig mætti áfram telja, hæstv. forseti. Þetta mál er þannig vaxið að ekki er hægt að styðja það.