Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:05:52 (6243)

1997-05-13 11:05:52# 121. lþ. 123.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:05]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Stjórnarmeirihlutinn er hér að missa af gullnu tækifæri til að gera um margt nauðsynlegar breytingar á íslensku bankakerfi. Því tækifæri hafa þeir glatað m.a. með því að taka ekki á ákveðnum þáttum er lúta að framtíðarskipan þessara mála, svo sem einum bankastjóra, dreifðri eignaraðild, aðild starfsmanna að stjórnun bankans og síðast en ekki síst starfskjörum bankastjóra. Allt þetta er lagt til hliðar og það vekur auðvitað upp þá hugsun hvort hér liggi annað og meira að baki, nefnilega hin gamla helmingaskiptaregla sem er fyrir ofan, neðan og allt um kring þessa ríkisstjórn. Ég tek ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu og vísa allri ábyrgð á henni á hendur þessari ríkisstjórn.