Afgreiðsla mála á fundinum

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:21:08 (6249)

1997-05-13 11:21:08# 121. lþ. 123.92 fundur 330#B afgreiðsla mála á fundinum# (um fundarstjórn), SvG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:21]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég met það mikils að það gangi rösklega hér dagskráin en fyrr má nú rota en dauðrota. Ég segi alveg eins og er að hér eru t.d. mál sem búið er að taka í gegnum 3. umr. sem tóku bara hálftíma í gær við 2. umr., eins og tekjuskattur og eignarskattur, sem er eitt stærsta mál þingsins. Nú er búið að ljúka 3. umr. og ég hygg að fleiri en ég hafi ekki haft vara á sér í því máli. Ég held að menn verði að hafa örlítið samráð um þessa hluti áður en að þessi hraðlest er sett af stað.