Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:43:18 (6266)

1997-05-13 11:43:18# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., SvG
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:43]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég veit ekki betur en það liggi fyrir allshn. fleiri frv. um breytingu á kosningalögum, frv. sem hafa verið flutt þing eftir þing. Það er dálítið sérkennilegt að þetta frv. skuli tekið út úr. Ég spyr hv. formann allshn. hvernig á því stendur að þetta mál er eitt tekið út úr. Ég flutti t.d. frv. varðandi breytingar á kosningalögum sem lýtur að því að fólk geti leynt nafni sínu fyrir smölun flokkanna inn í kjörklefum ef fólk óskar eftir því. Ég spyr: Hvar er það mál? Er einhver ágreiningur um það eða af hverju má þá ekki vísa því áfram til vinnslu eins og þessu máli? Hverju sætir það? Eða er þetta venjulega aðferðin við að henda út málum stjórnarandstöðunnar? Hvað er það sem veldur því að þetta mál er tekið fram fyrir önnur?