Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:12:36 (6274)

1997-05-13 12:12:36# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:12]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vísa auðvitað á bug ásökunum hv. þm. um Sjálfstfl. og tel í raun að þær séu ekki svaraverðar. Það hefur verið á það bent að þar sem kosningaeftirlit hefur átt sér stað og hefur verið þörf á þá hefur þetta fyrirkomulag einmitt þótt skipta máli, það hefur þótt tryggja lýðræðislegt fyrirkomulag. En ég ætla ekki að ræða það efnislega hér, virðulegur forseti. Ég vil líka fá að benda á að þetta er misskilningur hjá hv. þm. ef hann heldur að allshn. hafi ekki haft mikið að gera eða hafi ástundað að leggjast á mál. Það er búinn að vera óvanalega mikill fjöldi mála í nefndinni og það hafa líka mörg þingmannamál verið afgreidd úr nefndinni. Það hefur verið unnið mjög mikið starf í vetur og mér finnst raunar að nefndarmenn eigi þakkir skildar fyrir þeirra framlag til löggjafarstarfsins hér á hinu háa Alþingi. Ég vil ítreka að þetta mál sem hv. þm. Svavar Gestsson hefur verið að ræða hér var rætt sérstaklega í allshn. en þar var ekki meiri hluti fyrir því að afgreiða málið.