Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:17:46 (6277)

1997-05-13 12:17:46# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:17]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér hefur farið fram efnisleg umræða. Málið snýst ekki um að menn séu að fjalla um tæknilega hluti heldur fer hér fram efnisleg umræða um málið, sem í raun og veru gengur út á það að um sé að ræða tiltölulega einfalda, tiltölulega litla breytingu á kosningalögunum, sem í gæti tryggt mannréttindi betur en kosningalögin gera eins og þau eru. Auk þess er um það að ræða að við erum ekki að gera kröfu til þess að málið verði að lögum á þessu þingi, það er ekkert slíkt uppi heldur er verið að óska eftir því að málið fái sömu meðferð og annað frv. um breytingu á sömu lögum sem liggur í sömu nefnd. Það sem gerir málið tortryggilegt er að þau eru aðskilin. Þessi mál eru aðskilin þó að um sömu lögin sé að ræða og þó að það frv. sem ég tala hér fyrir hafi veri flutt í annað sinn á þessu þingi. Ég kann því vel að mér skuli vera vísað á að endurflytja málið í haust og ég geri það. Ég vona að ég hafi möguleika á því og vona að ég fái þá betri stuðning við málið á þinginu, m.a. hjá Framsfl. og að allshn. fjalli betur um það en hún hefur gert núna. Ég harma að málinu skuli hafa verið sýnd þessi lítilsvirðing því ég held að þetta sé þjóðþrifamál þótt það sé smátt.