Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:19:18 (6278)

1997-05-13 12:19:18# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:19]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í sjálfu sér engu við það að bæta sem ég sagði áðan. Ég endurtek að skýringar mínar voru efnislegar varðandi afgreiðslu þessa máls. Ég tel að málið muni að sjálfsögðu koma til umræðu í þeirri endurskoðun sem ég nefndi og ef flm. endurflytur það að hausti, sem ég efast ekki um, þá mun ég auðvitað taka þátt í þeirri framhaldsumfjöllun sem verður um málið. Ég tel að þetta sé eitt af þeim atriðum sem þarfnast umræðu. En ég endurtek að ekki var samstaða um það í nefndinni að það fengi sömu meðferð og hitt frv. sem var í raun samkomulagsmál. Það varð samkomulag um það. Það er kannski erfiðara tæknilegt mál en þetta mál sem hv. 8. þm. Reykv. nefnir og þarf skoðunar við. Afgreiðsla nefndarinnar hneig að því að það þyrfti sérstakrar skoðunar við. En að sjálfsögðu mun hitt málið koma áfram til umræðu.