Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:24:55 (6282)

1997-05-13 12:24:55# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:24]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að þetta eru þingmannamál en þetta eru allt mál stjórnarþingmanna nema þessi tvö sem ég nefndi áðan, auk lögræðislaganna. Mér vitanlega var engin viðbót í þessari upptalningu. En það er rétt og ég vil staðfesta það að mjög mikið álag hefur verið í nefndinni enda sagði ég það í minni fyrri ræðu áðan að formaðurinn notaði það sem afsökun fyrir því að þingmannamál væru ekki tekin fyrir.