Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 14:51:44 (6318)

1997-05-13 14:51:44# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[14:51]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dósmmrh. fyrir þessu skýru svör og ég fagna þessum nýmælum. Ég vil að það komi skýrt fram, og ég deili þeirri skoðun, að þetta er alvarleg aðgerð. Ég hef ekki fyrir fram haft neina skoðun á því hvort slík aðgerð ætti að taka til sex mánaða eða annars tíma. Ég hélt að tíminn væri skemmri á Norðurlöndum. Það getur þó verið að mér skjátlist í því.

Mér finnst mjög mikilvægt að það kom fram hjá ráðherranum að ef á að fella slíka sjálfræðissviptingu úr gildi eftir stuttan tíma mundi slík sérstök dómsathöfn ekki taka langan tíma eins og kemur fram í máli hans. Ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir þá sem hafa látið sig þetta sérstaka mál varða að þessi skýring hefur komið fram.