Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 15:41:23 (6330)

1997-05-13 15:41:23# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[15:41]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg tekið undir það með hv. þm. að það má vel vera að foreldrar hafi dregið úr hömlum í uppeldi og að foreldrar gætu í raun og veru verið miklu ákveðnari í sinni afstöðu í uppeldi og sett ákveðnari reglur.

En um þetta atriði segja einmitt landssamtökin Heimili og skóli, með leyfi forseta:

,,Breytingin [þ.e. hækkun úr 16 í 18 ár] styrkir foreldravaldið varðandi húsaga en hindrar ekki svigrúm einstaklinga með ábyrgan og heilbrigðan lífsstíl.``