Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 16:11:39 (6334)

1997-05-13 16:11:39# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[16:11]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 10. þm. Reykn., Kristjáni Pálssyni, fyrir málefnalegt andsvar. Ég hef verið lítill stuðningsmaður EES og ég hef ekki heldur verið stuðningsmaður þess sem menn hafa viljað í vaxandi mæli standa að að skilgreina unglinga sem börn eftir 16 ára aldur. Það er kannski hluti af minni sérvisku, en það verður svo að vera, ég held að hún breytist ekki.

Varðandi uppeldið þá er það nú svo að Einstein var spurður að því forðum hvert væri aðalatriðið í uppeldi. Hann sagði að það væri fordæmið. Og hvert er þá annað aðalatriðið, spurðu þeir. Það er fordæmið. Og í þriðja lagi. Það er fordæmið. Vilji íslenska þjóðin og hinir fullorðnu ala vel upp sín ungmenni, þá ber þeim að sýna það fordæmi að það sé eftirbreytnivert.