Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 16:25:22 (6336)

1997-05-13 16:25:22# 121. lþ. 123.20 fundur 528. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall, barnabætur o.fl.) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[16:25]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um þetta mál erum við ósátt við málið eins og það liggur fyrir. Við teljum að þetta sé í raun og veru ekki sá hluti kjarasamninga sem menn hafa talið, heldur er hér um að ræða sjálfstæða pólitíska ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Við erum ósátt við barnabótaþátt málsins. Við teljum að hér sé verið að lækka skatta að hluta til á því fólki sem síst skyldi. Hér er ekki sú uppstokkun á skattkerfinu sem hefði þurft að eiga sér stað. Hér er ekki tekið á jaðarskattavandanum í skattkerfinu og ég minni á það í tengslum við þetta mál, herra forseti, að enn er það órætt hvernig á að koma til móts við kjör aldraðra og öryrkja í framhaldi af kjarasamningunum. Það er mál sem hæstv. heilbrrh. verður að upplýsa þingið um fyrir vorið áður en það fer heim.

Ég greiði ekki atkvæði um þetta frv.