Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 17:03:51 (6338)

1997-05-13 17:03:51# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[17:03]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. sagði að að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þetta mál hér á hinu háa Alþingi eins og er tekið mjög skýrt fram í nefndaráliti frá allshn. En ég vil andmæla því að það sé verið að svipta menn sjálfræði með þessari tillögu. Við teljum að svo sé ekki.

Varðandi það atriði sem hv. þm. nefndi um að fresta sjálfræðinu í ákveðnum tilvikum, þá var þetta mál rætt sérstaklega í nefndinni m.a. út af hans ábendingu og viðmælandi okkar, fulltrúi frá dómsmrn. sem var í þessari nefnd sem samdi frv. taldi að ekki væri hægt að koma slíku í framkvæmd.