Lánasjóður landbúnaðarins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 10:33:41 (6431)

1997-05-14 10:33:41# 121. lþ. 124.10 fundur 424. mál: #A Lánasjóður landbúnaðarins# frv., Frsm. meiri hluta GÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[10:33]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um Lánasjóð landbúnaðarins frá meiri hluta landbn.

Nefndin hefur haft þetta mál til meðferðar núna síðustu vikurnar. Nefndin mælir með samþykkt frv. með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Má segja að flestar þær breytingar sem gerðar eru á frv. snúi að tæknilegum atriðum sem voru gagnrýnd af lánastofnunum. Síðan eru lagðar til breytingar á gildistökuákvæði og að lögin taki gildi í upphafi næsta árs.

Á þskj. 1195, sem er á borðum þingmanna, eru brtt. og sé ég ekki ástæðu til að hafa lengri framsögu um þetta mál.

Undir nál. rita Guðni Ágústsson, Guðjón Guðmundsson, Magnús Stefánsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Hjálmar Jónsson og Árni M. Mathiesen. Við leggjum til að frv. verði gert að lögum.