Lánasjóður landbúnaðarins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 11:55:56 (6451)

1997-05-14 11:55:56# 121. lþ. 124.10 fundur 424. mál: #A Lánasjóður landbúnaðarins# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[11:55]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Varðandi sjóðagjöldin gat ég þess í 1. umr. að þetta er að sjálfsögðu veltuskattur og þar sem tekjur bóndans eru mismunur milli gjalda og tekna búsins, þ.e. mismunartala, þá eru þær oft miklu lægri þannig að sjóðagjöldin geta farið upp í 6%, 7% og jafnvel 10% af tekjum bóndans. Það er orðið umtalsvert og ég gat um það. Þetta er kerfi sem menn ættu virkilega að fara að skoða hvort þeir vilji hafa svona. En ég tek undir það með hv. þm. að vegna þess að ég hafði nefnt þetta í 1. umr. kom ég ekki inn á þennan punkt núna auk þess sem það heyrði kannski meira undir sjóðagjaldafrv.