Þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:00:23 (6470)

1997-05-14 13:00:23# 121. lþ. 124.28 fundur 132. mál: #A þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi# þál., Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:00]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Á þskj. 1235 liggur fyrir álit utanrmn. um þessa tillögu. Nefndin hefur fjallað um efni tillögunnar og fengið til sín séfræðinga frá Pósti og síma hf. Þáltill. lýtur að því að hvetja til þess að Íslendingar, einkum þó opinberir aðilar, færi sér í nyt í ríkari mæli nýja tækni á sviði fjarskipta til þess að sinna margháttuðum alþjóðlegum samskiptum. Nefndin telur að í þessari tillögu felist mjög gagnleg og þörf ábending til ríkisstjórnarinnar og annarra sem hafa með erlend samskipti að gera á vegum hins opinbera og leggur þar af leiðandi til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari athugunar og úrvinnslu.