Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:18:50 (6471)

1997-05-14 13:18:50# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:18]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Nú kemur til atkvæða svokallaður starfsmannabandormur sem byggir á og er framhald þeirrar löggjafar sem var afgreidd hér fyrir ári síðan um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Sú löggjöf var sett í ósætti við stjórnarandstöðu og stéttarfélög á opinberum vinnumarkaði. Stjórnarandstaðan hefur staðið saman við afgreiðslu þessa máls og skilaði sameiginlegu minnihlutaáliti. Við leggjum til að þessu máli verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Þó svo að frv. sé að nokkru leyti tækilegs eðlis þá eru fjölmörg pólitísk álitaefni í þessu. Þetta mál hefði þurft að vinna mun betur. Stéttarfélögin í landinu hafa boðist til samvinnu við þann þátt mála vegna þess að það þarf að taka upp fjölmörg ákvæði í þeirri löggjöf sem var sett fyrir ári síðan. Ég styð því þá tillögu okkar um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Og við heitum samvinnu við að endurskoða þetta frv. því það er gallað í meginatriðum.