Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:25:47 (6476)

1997-05-14 13:25:47# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:25]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Í þessu frv. er staðfestur sá ásetningur ríkisstjórnarinnar að lögfesta fimm ára ráðningartíma lögreglumanna, tollvarða og fangavarða. Með þessu er verið að draga úr ráðningarfestu og starfsöryggi þessara stétta gagnstætt því sem gerist í grannríkjum okkar. Þar hafa menn sett dæmið þannig upp: Stéttir sem þurfa að rannsaka eða beita sér í viðkvæmum og erfiðum málum sem hugsanlega tengjast yfirmönnum eða pólitísku valdi verða að búa við starfsöryggi sem komi í veg fyrir að þessu sama valdi verði misbeitt gegn þeim. Að sjálfsögðu á að vera hægt að segja upp vanhæfum og brotlegum einstaklingum en ekki þeim sem standa sig í stykkinu. Með fimm ára ráðningunni geta þeir sem hafa völdin á hendi látið hina fjúka fyrirhafnarlaust að loknum fimm ára starfstíma. Þetta er ekki framför, þetta er afturför og við henni segi ég nei.