Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:56:02 (6479)

1997-05-14 13:56:02# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:56]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þessi grein fjallar um að hæstv. menntmrh. ráði framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins. Okkur finnst óeðlilegt að hæstv. menntmrh. geri það. Hann skipar vitaskuld útvarpsstjóra sem er eðlilegt og það er eðlilegt að æðsti yfirmaður skipi síðan næstu undirmenn sína, en það sé ekki í valdi ráðherra.

Ég gerði athugasemd við þetta. Þetta er á fjölmörgum stöðum í þessari löggjöf. Það er óeðlilega að þessu staðið, sérstaklega hvað viðvíkur útvarpinu, þ.e. að æðstu yfirmenn undir útvarpsstjóra skuli ekki sækja umboð sitt beint til útvarpsstjóra. Þetta er óeðlileg málsmeðferð að okkar mati og þess vegna greiðum við atkvæði gegn þessari grein frv.