Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:10:25 (6480)

1997-05-14 14:10:25# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:10]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Við erum komin langleiðina með þessa undarlegu atkvæðagreiðslu sem hér hefur staðið yfir um hríð. Og hérna vorum við t.d. að taka í einu lagi sjö lagabálka sem heyra undir þrjú ráðuneyti í einni atkvæðagreiðslu. Ég hygg að það sé fátítt að slíkt hafi gerst og það er spurning hvort ekki er of langt gengið í því að kippa málum saman eins og gerst hefur í þessari atkvæðagreiðslu. Ég vil því segja fyrir mitt leyti að ég tel að þetta þurfi ekki að skapa fordæmi hér í framtíðarstörfum Alþingis að menn afgreiði mál svona.