Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:27:28 (6482)

1997-05-14 14:27:28# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:27]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að leggja til hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 í 18 ár. Sú breyting er í takt við breyttar þjóðfélagsaðstæður síðustu ára, í samræmi við löggjöf í nágrannalöndunum, í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tengir forsjárskylduna ákvæðum íslenskra laga um framfærsluskyldu foreldra. Ég fagna þeirri niðurstöðu hv. allshn. sem hér er lögð til og segi því já.