Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:28:42 (6483)

1997-05-14 14:28:42# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:28]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Þetta mál snýst um mannréttindi, mannréttindi foreldra að geta ef illa fer gripið inn í líf unglings sem hefur hefur farið út af sporinu --- að þurfa ekki að ráðast í flóknar aðgerðir til að svipta hann lögræði sem er nánast óframkvæmanlegt. Þótt þessi breyting verði samþykkt mun hinn stóri hópur heilbrigðra unglinga ekki vita af breytingunni. Stærstu rökin í málinu koma fram í Degi-Tímanum í dag þar sem Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu segir á þá leið, með leyfi forseta:

,,Ef unglingarnir eru í mótþróa þá ganga þau út á 16 ára afmælisdeginum og ég horfi upp á fjölmörg börn sem fara í hundana á þessum aldri. Við erum að leggja mikla peninga og orku í að hjálpa þessum krökkum og það er hræðilega vitlaust kerfi sem felur í sér að þegar þau verða 16 ára geti þau gengi úr meðferð og rústað öllu uppbyggingarstarfinu.``

Ég segi því já, hæstv. forseti.