Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:37:51 (6491)

1997-05-14 14:37:51# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:37]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Enn einu sinni á að refsa þeim sem hegða sér vel fyrir hina sem hegða sér illa. Það á að svipta 8 þúsund íslensk ungmenni sjálfræðinu vegna nokkurra tuga sem eiga í vandræðum. Hér er á ferðinni forræðishyggja félagshyggjufólks sem vill skipuleggja líf einstaklingsins frá vöggu til grafar og helst heilu þjóðfélögin líka eins og þekkt er. Ég er á móti þessu. Ég vil frelsi einstaklingsins. Ég tel að íslensk ungmenni séu frjálslegri, ábyrgari og duglegri en jafnaldrar þeirra víða um lönd vegna þess að fyrir því er söguleg hefð að við Íslendingar verðum sjálfráða 16 ára. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég segi nei.