Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:40:14 (6493)

1997-05-14 14:40:14# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., SAÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:40]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég er andvíg því að sjálfræðisaldur verði færður í 18 ár. Ég vil ekki svipta ungt fólk rétti sem það hefur haft til þessa. Og ég tel það stórt skref aftur á bak í mannréttindum á Íslandi ef tillagan verður samþykkt. Við leysum ekki vanda þeirra ungmenna sem hafa leiðst út á braut vímuefna og afbrota með hækkun sjálfræðisaldurs. Það hljótum við að gera á annan hátt, t.d. með því að kenna börnum okkar að standa á eigin fótum og taka ábyrgð á eigin lífi. Það er engin ástæða til að hækka sjálfræðisaldur hér á landi þó aðrar þjóðir hafi gert það. Við eigum að halda sérstöðu okkar í þessu efni. Engin svo veigamikil rök hafa komið fram í málinu að þau réttlæti þessa breytingu. Ég segi nei.