Tjón á bílum

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 16:53:37 (6530)

1997-05-14 16:53:37# 121. lþ. 125.9 fundur 609. mál: #A tjón á bílum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi GÁ
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[16:53]

Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. dómsmrh. svar hans sem var greinargott og segir mér að mikil vinna er í gangi í þessum málum sem ég tel mjög mikilvæga. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðherra að mikilvægt er að þarna sé jafnræðisregla höfð í heiðri og að ein lög og ein regla gildi í málinu þannig að ég trúi því að þetta verði unnið hratt. Eins og ég sagði áðan snýst þetta ekki síst um neytendavernd, þ.e. að við eigum það tryggt þegar við kaupum notaða bíla að þeir hafi farið á skoðunarstöðvar og í þá tækni sem nú þar býðst til að mæla burðarvirki og hjólastillingar. Ég þarf því lítið meira um þetta mál að segja á þessu stigi, en þakka hæstv. ráðherra og vænti þess að hann fylgi því eftir að hratt verði unnið í þessu máli.