Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:11:19 (6551)

1997-05-15 10:11:19# 121. lþ. 127.1 fundur 100. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., StB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:11]

Sturla Böðvarsson:

Hæstv. forseti. Sú tillaga sem hér er verið að greiða atkvæði um, þ.e. að fella niður 30. gr., er byggð á misskilningi. 30. gr. eins og hún er úr garði gerð eftir að sérnefndin hefur gert brtt. við hana gengur út á að setja skýran ramma um þá samninga sem gerðir eru um rekstrar- og þjónustuverkefni. Það er afar mikilvægt. Í brtt. sérnefndarinnar er gert ráð fyrir að Alþingi fjalli um þá þjónustusamninga sem fyrirhugað er að gera um leið og fjallað er um fjárlög. Í fjárlagafrv. verði lögð fram áætlun til þriggja ára um rekstrarverkefnin þar sem kemur fram kostnaður við þau og ávinningur ríkisins af slíkum þjónustusamningum. Í ljósi þess tel ég alveg fráleitt að fella burt þessa mikilvægu 30. gr. gr. og greiði því atkvæði gegn þeirri tillögu sem hér er verið að fjalla um.