Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:34:36 (6564)

1997-05-15 10:34:36# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:34]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ekki hafa komið fram nein þau rök sem réttlæta breytingu frá núverandi ástandi sem er þannig að veðkröfuhafar á skipi eiga enga tryggingu í þeim verðmætum sem kunna að vera í þeim aflaréttindum sem fylgja skipinu. Ég er því ekki stuðningsmaður þess að tryggja stöðu bankanna umfram það sem nú er og segi já við þessari brtt. en tek skýrt fram að það er mitt álit að þrátt fyrir þetta ákvæði síðari hluta 4. mgr. 3. gr. sé ekki verið að heimila veðsetningu á aflahlutdeild. Allar fullyrðingar um slíkt eru fráleitar að mínu viti. Ég segi já.